Við bjóðum upp á
marvíslega þjónustu

 
Tresmidi_1.jpg
 

Við hjá Garðaþjónustu Íslands tökum að okkur flest öll þau verk sem tengjast lóðabreytingum, garðaviðhaldi og garðyrkju.  

Þjónusta okkar hentar öllum, hvort sem er fyrir eintaklinga, húsfélög eða litlum og stórum fyrirtækjum á öllu höfuðborgarsvæðinu. Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með verk í öðrum landshlutum þar sem við erum tilbúnir að skoða allt til að þjónusta þig.

HELLULAGNIR

Hellur eru góð lausn fyrir bílaplön, verandir, tröppur eða sem stígar. Hellur bjóða upp á endalausa möguleika í mynstri, litum og áferð. Það er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða ferðinni, enda geta hellur verið mikil prýði ásamt því að vera nytsamlegar á mörgum stöðum. Þess vegna er mikilvægt að rétt sé staðið að lögninni.

HLEÐSLUR

Vel hlaðnir og fallegir veggir setja skemmtilegan svip á lóðir og lóðamörk. Garðaþjónusta Íslands tekur að sér allar gerðir hleðslna, grjóthleðslur, hlaðnar tröppur og vegghleðslur úr forsteyptum hleðslusteini.

TRéSMÍÐI

Þú getur sparað mikla fjármuni með því að fá fagmenn í að smíða sólpallinn fyrir þig. Garðaþjónusta Íslands tekur að sér alla almenna pallasmíði og smíði; skjólgirðinga, þrepa, kring um heita pottinn, blómakerja o.s.frv. Hjálpum til að velja rétta hráefnið, val á viðartegund ásamt því að veita ráðgjöf í allri almennri hönnun og útfærslu. Að sjálfsögðu tökum við að okkur alla almenna grunnvinnu eins og sökkulsmíði og lagnavinnu.

Jarðvegsvinna

Garðaþjónusta Íslands tekur að sér alla almenna jarðvegsvinnu, jarðvegsskipti, jöfnun og lögun lóðar. Við getum útvegað allt efni ásamt því að sjá um flutning þess. Mikilvægt er að notast við gott frostfrítt efni og tryggja hámarks þjöppun.

Við erum með aðgang að stórum og litlum vinnuvélum og getum tekið að okkur jarðvegsvinnu af öllum toga.

DRENLAGNIR

Mikilvægt er að fráveita jarðvatns frá húsum sé í lagi. Það getur valdið miklum skemmdum og tjóni ef jarðvatn liggur lengi uppað berum sökklum á húsum. 

Við tökum að okkur jarðvinnu og drenlagnir til þess að veita jarðvatni frá húsum og vinnum alltaf eftir viðurkenndum RB stuðli og pössum uppá að jarðvegsfrágangur sé í lagi við þessar framkvæmdir.

BEÐAHREINSUN

Við hjá Garðaþjónustu Íslands tökum að okkur beðahreinsun, kantskurð, bæta mold í beð og setja sand sem yfirlagsefni. Sandurinn minnkar viðhald og gerir það að verkum að illgresi á erfiðara með að festa rætur. Við bætum mold í beð sérstaklega ef jarðvegurinn er orðinn næringarsnauður. Það hjálpar líka rótum trjáa og plantna að næg mold umlyki rætur þeirra. 

GARÐÚÐUN

Garðaþjónusta Íslands býður upp á að úða tré, beð og önnur svæði. Við úðum garða gegn maðki, lús og öðrum óværum sem hafa gert sig heimakomin í trjám og runnum. Þær eiga það til að éta blöð trjáa og eyðileggja þau, en helstu einkenni að tré séu orðin lúsug eru einmitt étin laufblöð. Oft má líka greina kvikyndin með berum augum.

EITRUN

Einn helsti óvinur garðeigenda er blessaður arfinn. Best er að láta fagmenn um verkið. Við hjá Garðaþjónustu Íslands eitrum í beð til að minnka arfamyndum. Það er ekki á allra valdi að meðhöndla þetta eitur þar sem það getur skemmt út frá sér annan gróður og tré sé það ekki rétt borið á. Eitrun hentar einnig til að losna við illgresi í stéttum og öðrum svæðum þar sem illgresi er óvelkomið. Ef þú ert með vandamál með illgresi í garðinum þínum af einhverju tagi, bendum við þér á að leita til okkar og við finnum lausnina.

GARÐSLÁTTUR

Garðaþjónusta Íslands býður upp á reglulegan garðslátt ásamt annari umhirðu grasflata fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki. Önnur umhirða er til dæmis áburðargjöf, kantskurður, illgresiseyðing og mosatæting.

ÞÖKULAGNIR OG PLÖNTUN

Við tökum að okkur að leggja þökulagnir af öllum stærðum og gerðum. Undirstaðan að vel takist til er að undirlagið sé gott. Það skiptir máli hvaða tegund af þökum á að leggja hvernig undirlagið er. Það er til að mynda ekki sama undirlag fyrir túnþökur og lyngþökur. Undirbúningurinn þarf að vera góður svo grasið dafni vel og er það gert með því að slétta svæðið vel, að svæðið dreni sig, notast sé við gæðamold/jarðveg og passa upp á að áburðargjöf sé fullnægjandi.

TRJÁKLIPPINGAR

Fallega snyrtur trjágróður er mikil garðprýði. Við hjá Garðaþjónustu Íslands bjóðum upp á þá þjónustu að klippa tré og runna. Við erum með réttu verkfærin í verkið og margra ára reynslu. Það er mikilvægt að skapa trjám og runnum réttu aðstæðurnar með góðri umhirðu svo að þau fái að vaxa og dafna. Áburðargjöf og beðahreinsun eru einnig mikilvægir umhirðuþættir. 

TRJÁFELLINGAR

Sérstaklega í eldri görðum eru aðstæður orðnar þannig að stór tré eru orðin of fyrirferðamikil og skyggja á alla sól sem annars myndi skína skært á sólríkum degi. Þetta hefur oft í för með sér að annar gróður þrífst illa í garðinum og tréð jafnvel farið að skemma út frá sér í nærliggjandi umhverfi til að mynda í hellulögn og lagnir. Því er oft brugðið á það ráð að grisja trjágróðurinn og fella stærri tré.

SNJÓMOKSTUR OG SÖLTUN

Við höfum sinnt snjómokstri og hálkueyðingu í mörg ár fyrir fyrirtæki, húsfélög og einstaklinga. Það getur valdið hættu og töluverðum vandræðum ef ekki er mokað eða hálkueytt í snjómiklu tíðarfari. Við bjóðum uppá bæði vöktun og einnig getur fólk haft samband eftir þörfum. 

JÓLASKREYTINGAR

Á veturna býður Garðaþjónusta Íslands upp á margskonar þjónustu. Við tökum að okkur að skreyta hús, garða og fyrirtæki fyrir jólin. Við bjóðum upp á heildarlausnir þar sem val og uppsetning á jólaseríum er útfært fyrir hvern og einn. Einnig bjóðum við upp á þá þjónustu að setja upp eldri seríur. Eins og alltaf leggjum við áherslu á persónulega þjónustu og vönduð vinnubrögð.