Trjafellingar_2.jpg

TRJÁFELLINGAR

Sérstaklega í eldri görðum eru aðstæður orðnar þannig að stór tré eru orðin of fyrirferðamikil og skyggja á alla sól sem annars myndi skína skært á sólríkum degi. Þetta hefur oft í för með sér að annar gróður þrífst illa í garðinum og tréð jafnvel farið að skemma út frá sér í nærliggjandi umhverfi til að mynda í hellulögn og lagnir. Því er oft brugðið á það ráð að grisja trjágróðurinn og fella stærri tré.

Garðaþjónusta Íslands hefur mikla reynslu af trjáfellingum. Við fjarlægjum bæði lítil og stór tré ásamt því að fjarlægja trjástofna sé þess óskað. Að sjálfsögðu bjóðumst við til að taka að okkur að lagfæra þær skemmdir sem tréð hefur valdið sé þess óskað. Við veitum ráðgjöf hvaða tré sé vert að fjarlægja og hvernig sé best að standa að þeirri aðgerð.

Við fellum tréð og fjarlægjum til urðunar sé þess óskað. Þessi þjónusta er í boði allt árið um kring.