Við hjá Garðaþjónustu Íslands tökum að okkur beðahreinsun, kantskurð, bæta mold í beð og setja sand sem yfirlagsefni. Sandurinn minnkar viðhald og gerir það að verkum að illgresi á erfiðara með að festa rætur. Við bætum mold í beð sérstaklega ef jarðvegurinn er orðinn næringarsnauður. Það hjálpar líka rótum trjáa og plantna að næg mold umlyki rætur þeirra.
Algengast er að setja mold og sand í beð að sumri til en ef veður leyfir er það hægt nær allt árið um kring. Best er að huga að beðahreinsun þegar hættan á miklu frosti er afstaðin þar sem laufin vernda gróðurinn.
Áburður á garða er nauðsynlegur og mikilvægt að honum sé dreift jafnt þar sem þeir geta auðveldlega brennt grasflatir og stofna á trjám ef sett er of mikið af efninu. Áburðinum er dreift yfir vor og sumar og hjálpar grasi, plöntum og trjám að vaxa.
Garðaþjónusta Íslands tekur að sér stærri og smærri verk, fyrir einkaaðila, húsfélög og fyrirtæki. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á heildarlausnir þar sem við önnumst alla umhirðu lóða allt árið um kring.
Beðahreinsun er tekin í tímavinnu og miðast við klukkutíma á hvern starfsmann í verkinu, til dæmis ef þrír starfsmenn er í eina klukkustund er rukkað fyrir þrjár klukkustundir. Byrjað er að telja frá því að lagt er af stað í verkið og þar til förgun líkur. Gjald er tekið fyrir akstur á staðinn ásamt förgun á úrgangi.