Gardslattur.jpg

GARÐSLÁTTUR

Garðaþjónusta Íslands býður upp á reglulegan garðslátt ásamt annari umhirðu grasflata fyrir einstaklinga, húsfélög og fyrirtæki. Önnur umhirða er til dæmis áburðargjöf, kantskurður, illgresiseyðing og mosatæting.

Með því að slá grasið reglulega minnkar mosamyndun í grasinu og grasið helst jafnara og þéttara allt sumarið og verður þar af leiðandi fallegra og heilbrigðara. Snögg og góð þjónusta þar sem allar stéttar eru hreinsaðar eftir slátt. 

Þumalputtareglan er að sláttur sé á tveggja vikna fresti eða í kringum sex til sjö skipti yfir sumarið. Það fer að sjálfsögðu eftir tíðarfari en yfirleitt byrjar sláttur um miðjan maí. 

Við gerum föst verðtilboð í stakan slátt eða slátt yfir allt sumarið sem innifelur akstur og förgun. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á heildarlausnir þar sem við önnumst alla umhirðu lóða allt árið um kring. Hafðu samband og við gerum þér tilboð að kostnaðarlausu.