Hledslur_2.jpg

HLEÐSLUR

Vel hlaðnir og fallegir veggir setja skemmtilegan svip á lóðir og lóðamörk. Garðaþjónusta Íslands tekur að sér allar gerðir hleðslna, grjóthleðslur, hlaðnar tröppur og vegghleðslur úr forsteyptum hleðslusteini.

Vegghleðsluna er hægt að útfæra á marga vegu t.d í kringum heita potta, sem ruslatunnuskýli, sem blómaker, utan um gosbrunna, eldstæði, útigrill, sem setbekkur o.s.frv.

Góð undirvinna og val á réttu hleðslunni sem miðast við það álag og þær aðstæður sem hleðslan er í hverju sinni eru lykilatriði þess að hleðslan standist þær kröfur sem gerðar eru.

Hlaðnar tröppur er hægt að útfæra með forsteyptum einingum eða náttúrusteinum. Það sem ber að hafa í huga er skrefalengd, en oft kýs fólk að búa til palla á milli trappna til að minnka “stiga” tilfinninguna þegar því er komið við