Trjaklippingar_1.jpg

TRJÁKLIPPINGAR

Fallega snyrtur trjágróður er mikil garðprýði. Við hjá Garðaþjónustu Íslands bjóðum upp á þá þjónustu að klippa tré og runna. Við erum með réttu verkfærin í verkið og margra ára reynslu. Það er mikilvægt að skapa trjám og runnum réttu aðstæðurnar með góðri umhirðu svo að þau fái að vaxa og dafna. Áburðargjöf og beðahreinsun eru einnig mikilvægir umhirðuþættir.

Klippingar geta verið margbreytilegar, til að mynda er mikilvægt að halda limgerðinu þéttu með reglulegum klippingum, runna klippum við til að stýra vexti og halda forminu fallegu og snyrtilegu. Einnig verður blómgun meiri séu runnar og limgerði klippt reglulega. 

Besti tíminn til að klippa trjágróður er síðla vetrar eða á vorin. Á þeim tíma er greinabygging gróðursins vel sjáanleg ásamt því að gróðurinn er í dvala. Mjög gott er að klippa hekk yfir sumartímann til að halda forminu fallegu. Við mælum með að tré séu klippt ekki minna en tvisvar sinnum á ári. Þörfin fer vissulega eftir ástandi, aldri og öðrum aðstæðum. 

Garðaþjónusta Íslands tekur að sér stærri og smærri verk, fyrir einkaaðila, húsfélög og fyrirtæki. Við bjóðum að sjálfsögðu upp á heildarlausnir þar sem við önnumst alla umhirðu lóða allt árið um kring.

Trjáklipping er tekin í tímavinnu og miðast við klukkutíma á hvern starfsmann í verkinu, til dæmis ef þrír starfsmenn er í eina klukkustund er rukkað fyrir þrjár klukkustundir. Byrjað er að telja frá því að lagt er af stað í verkið og þar til förgun líkur. Gjald er tekið fyrir akstur á staðinn ásamt förgun á úrgangi.