Drenlagnir_2b.jpg

DRENLAGNIR

Mikilvægt er að fráveita jarðvatns frá húsum sé í lagi. Það getur valdið miklum skemmdum og tjóni ef jarðvatn liggur lengi uppað berum sökklum á húsum. Við tökum að okkur jarðvinnu og drenlagnir til þess að veita jarðvatni frá húsum og vinnum alltaf eftir viðurkenndum RB stuðli og pössum uppá að jarðvegsfrágangur sé í lagi við þessar framkvæmdir. Við erum einnig í samstarfi við menntaða pípara. Við göngum svo alltaf frá umhverfi í fyrra horf nema að sérstaklega sé samið um annað í upphafi.