Thokulagnir_1.jpg

ÞÖKULAGNIR & PLÖNTUN

Við tökum að okkur að leggja þökulagnir af öllum stærðum og gerðum. Undirstaðan að vel takist til er að undirlagið sé gott. Það skiptir máli hvaða tegund af þökum á að leggja hvernig undirlagið er. Það er til að mynda ekki sama undirlag fyrir túnþökur og lyngþökur. Undirbúningurinn þarf að vera góður svo grasið dafni vel og er það gert með því að slétta svæðið vel, að svæðið dreni sig, notast sé við gæðamold/jarðveg og passa upp á að áburðargjöf sé fullnægjandi.

Eftir að svæðið er þökulagt er mikilvægt að halda rakastiginu réttu á torfinu og þarf að vökva það vel á meðan það grær saman. Þegar þökurnar eru orðnar rótgrónar og grasið hefur sprottið upp í 10 cm hæð þarf að slá í fyrsta sinn. Ekki fara of geyst heldur sláið grasið í tveim umferðum. Stillið sláttuvéina á hæstu stillingu í fyrri umferðinni en lækkið hana í miðstillingu í seinni umferð.

Einnig tökum við að okkur að gróðursetja plöntur, hvort sem það eru tré, fjölæringar eða sumarblóm. Við útbúum beð og getum annast það að færa til plöntur og tré innan lóða.

Leggja má þökur frá vori og fram á haust.  Hafið samband ef þið þurfið að láta gróðursetja eða þökuleggja.