Eitrun_1.jpg

GARÐÚÐUN

Garðaþjónusta Íslands býður upp á að úða tré, beð og önnur svæði. Við úðum garða gegn maðki, lús og öðrum óværum sem hafa gert sig heimakomin í trjám og runnum. Þær eiga það til að éta blöð trjáa og eyðileggja þau, en helstu einkenni að tré séu orðin lúsug eru einmitt étin laufblöð. Oft má líka greina kvikyndin með berum augum.

Úðunin er ekki fyrirbyggjandi aðferð sem þýðir að skaðvaldurinn þarf að hafa gert vart við sig svo úðun gagnist eins og ætlast er til. Mismunandi aðferðum er beitt á lifrur en það getur komið fyrir að þær drepast ekki við fyrstu eitrun og komum við þá aftur og úðum viðskiptavininum okkar að kostnaðarlausu.

Við merkjum garðinn vel þannig að vegfarendur veiti því athygli að garðurinn hafi verið úðaður. Gott er að takmarka notkun og umferð um garðinn sólarhring eftir úðun. Ekki er ráðlagt að neyta matjurta úr garði sem úðaður hefur verið fyrr en tveimur vikum eftir úðun. Best er að úða garða í upphafi sumars eða fram í miðjan júní.

Við bjóðum upp á að gefa viðskipavinum okkar tilboð í verkið sem felur í sér allan kostnað og erum með leyfi til meðferðar eiturefna frá umhverfisstofnun.